Jarðskjálftar valda rúmruski í Reykjanesbæ
Mikil jarðskjálftahrina gengur nú yfir við Geirflugladrang á Reykjaneshrygg og hafa mælst þar margir snarpir sjálftar síðan í gærkvöld, sá stærsti yfir fjórir á Richter og þó nokkrir vel yfir þrír á Richter. Margir íbúar í Reykjanesbæ urðu varir við snarpasta skjálftann nú undir morgun.
Jarðskjálftahrinur eru algengar á þessum slóðum en þessi er nokkuð kraftmeiri en gengur og gerist.
Mynd: Jarðskjálftakortið af sjálfvirkum mælingum Veðurstofunnar af svæðinu er býsna skrautlegt eftir nóttina eins og sjá má.