Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Jarðskjálftar hrista orkuverið í Svartsengi
Orkuver HS Orku í Svartsengi. Jarðskjálftahrinan er búin að skekja til byggingar á svæðinu en ekki valdið tjóni. VF-mynd: Hilmar Bragi
Föstudagur 28. júlí 2017 kl. 11:26

Jarðskjálftar hrista orkuverið í Svartsengi

— Engar breytingar á holutoppsþrýstingi vinnsluholnanna

Jarðskjálftahrinan undanfarna tvo sólarhringa hefur ekki haft áhrif á borholur HS Orku í Svartsengi og á Reykjanesi. Skjálftarnir hafa skekið til byggingar í Svartsengi og starfsmenn HS Orku í Svartsengi hafa fundið vel fyrir skjálftunum.
 
Þegar þetta er skrifað hafa orðið næstum 600 skjálftar í hrinunni og á annan tug þeirra hafa verið yfir 3 á Richter.
 
„Engar sýnilegar skemmdir hafa orðið á húsum og vélbúnaði og hafa skjálftarnir ekki haft nein áhrif á starfsemi og framleiðslu orkuversins. Ekki hefur orðið vart við neinar breytingar á holutoppsþrýstingi vinnsluholnanna,“ segir Albert Albertsson hjá HS Orku í Svartsengi. 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024