Jarðskjálftar finnast í Reykjanesbæ
Jarðskjálftar finnast í Reykjanesbæ
Jarðvísindamenn á Veðurstofu Íslands vinna nú úr upplýsingum um jarðskjálfta sem m.a. hafa fundist í Reykjanesbæ á síðustu mínútum. Þegar Víkurfréttir höfðu samband við Veðurstofuna í rétt í þessu voru vísindamenn uppteknir í að fara yfir gögn og því ekki hægt að fá nákvæmar upplýsingar um stærð eða staðsetningu skjálftanna.
Þegar jarðskjálftakort á vef Veðurstofu Íslands eru skoðuð má m.a. sjá að umbrot eru norður af Eldeyjarboða og við Geirfugladrang. Hvort þau umbrot eru að finnast í Reykjanesbæ er ekki hægt að segja um á þessari stundu.
Tafla sýnir m.a. skjálfta aust-suðaustur af Helguvík eða við Vogastapa en hann er lítill í stærð í óyfirförnum niðurstöðum.