Byko - 31 ágúst
Byko - 31 ágúst

Fréttir

Jarðskjálftahrinan heldur áfram í Grindavík
Fimmtudagur 25. janúar 2007 kl. 11:25

Jarðskjálftahrinan heldur áfram í Grindavík

Jarðskjálftahrinan við Grindavík stendur enn yfir en hún hófst í fyrrinótt. Upptök skjálftanna eru við Fagradalsfjall, um 8 km austan við Grindavík. Stærsti skjálftinn mældist tæpir þrír á Richter á öðrum tímanum í fyrrinótt.

Helgi Gunnarsson, jarðskjálftafræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir þessa hrinu ekkert óvenjulega en hún tengist sprungukerfi í kringum Fagradalsfjall og þarna sé hefðbundin spennulosun að eiga sér stað. Veðurstofan er með þétt mælinet á þessum slóðum og hafa mælst um  100 smáskjálftar í þessari hrinu. Þó nokkrir hafa mælst í kringum tvo á Richter og nokkir ívíð meira. Íbúar í Grindavík hafa sumir hverjir fundið fyrir skálftunum.

Mynd: Á þessu korti af vef Veðurstofunnar má sjá hvar upptök skjálftanna eru.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25