Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Jarðskjálftahrina út af Geirfugladrangi
Mánudagur 19. janúar 2004 kl. 13:31

Jarðskjálftahrina út af Geirfugladrangi

Jarðskjálftahrina er við Geirfugladrang, um 25 kílómetra suðvestur af Reykjanesi. Fyrsti skjálftinn var fyrir fimm stundarfjórðungum og var langstærstur, 3,7 á Richter, samkvæmt sjálfvirkum mælum Veðurstofunnar.  Síðan hafa orðið þó nokkuð margir skjálftar 2,3 til 2,8 á Richter. Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni, segir að enginn gosórói fylgi þessum skjálftum. Skjálftarnir eiga upptök á Reykjaneshryggnum, segir á vef Ríkisútvarpsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024