Jarðskjálftahrina heldur áfram
Jarðskjálftahrina hélt áfram í gærkvöldi undan Geirfuglaskeri við Reykjanes og urðu nokkrir skjálftar fram til klukkan 22:36. Sá stærsti mældist 3,2 stig á Richter, samkvæmt sjálfvirkri úrvinnslu Veðurstofunnar og varð hann um klukkan 20:24 í gærkvöldi. Flestir eru skjálftarnir milli 2 og 3 stig. Jarðskjálftahrinan hófst í fyrrinótt og varð þá stærsti skjálftinn 4,2 stig.
Morgunblaðið greindi frá í morgun
Morgunblaðið greindi frá í morgun