Jarðskjálftahrina á Reykjanesi
Jarðskjálftahrina hófst við Reykjanestá í um kvöldmatarleytið í gær og hafa 22 skjálftar, flestir á bilinu 1,8 – 2,2 á Richter mælst síðan þá. Upptök sjálftanna eru á hafsbotni um 3 km austur af Reykjanestá. Að sögn Gunnars B. Guðmundssonar hjá Veðurstofu Íslands er þessi staðsetning óvenjuleg þó skálftavirkni á Reykjanesi eigi ekki að koma á óvart í sjálfu sér. Sjálftar geri yfirleitt vart við sig mun vestar þar sem Reykjaneshryggurinn gengur á land. Einnig var vart við skjálfta á þessum slóðum á síðasta ári.
Að sögn Guðmundur er ekkert sérstakt hægt að lesa úr þessum skjálftum og líklega sé hrinan í rénum.
Smá hrina var einnig á laugardaginn í Krýsuvík, syðst í Kleifarvatni. Stóð hún frameftir degi og mældust alls 17 skjálftar í henni, sá stærsti um 2 á Richter
Að sögn Guðmundur er ekkert sérstakt hægt að lesa úr þessum skjálftum og líklega sé hrinan í rénum.
Smá hrina var einnig á laugardaginn í Krýsuvík, syðst í Kleifarvatni. Stóð hún frameftir degi og mældust alls 17 skjálftar í henni, sá stærsti um 2 á Richter