Jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg
Talsverð skjálftavirkni hefur verið á Reykjaneshrygg við Eldeyjarboða í nótt og morgun. Þar hafa mælst tugir jarðskjálfta, sá stærsti 3,9 á Richter og þó nokkir yfir þremur, samkvæmt sjálfvirkum niðurstöðum mælinga Veðurstofunnar. Upptök skjálftanna liggja mjög grunnt eða um einn kílómetra yndir yfirborði jarðskorpunnar. Þá hafa nokkrir smærri skjálftar komir fram á Reykjanestá og 11-12 km suður af Grindavík.
Mynd: Upptök skjálftanna má sjá á þessu korti úr skjálftavefsjá Veðurstofunnar.