Föstudagur 30. júní 2006 kl. 16:02
Jarðskjálfta varð vart við Grindavík
Jarðskjálfti upp á 2,5 á Richter varð skammt norðvestur af Grindavík skömmu fyrir klukkan 4 í morgun. Íbúar í Grindavík sem voru á fótum fundu vel fyrir skjálftanum en svo virðist sem ekkert tjón hafi orðið af hans völdum.
Ríkisútvarpið sagði frá þessu