Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 4. febrúar 2002 kl. 17:06

Jarðlind haslar sér völl í Krísuvík

Jarðlind ehf, sem er í eigu Hitaveitu Suðurnesja h/f, Hafnarfjarðarkaupstaðar, Garðabæjar, Bessastaðahrepps og Jarðborana h/f, hefur fest kaup á Hitaveitu Krísuvíkur, af Krísuvíkursamtökunum. Samtökin höfðu látið bora þarna holu og virkjað hana fyrir meðferðarheimili sitt, með góðri aðstoð Hitaveitu Suðurnesja og fleiri. Jarðlind ehf eignast borholuna og jarðhitaréttindin á svæðinu, og eru kaupin gerð í samráði við landeigandann, Hafnarfjarðarkaupstað. Tilgangurinn með kaupunum er, meðal annars, aðstoð við Krísuvíkursamtökin, en Jarðlind mun reka hitaveituna og jafnframt huga að rafmagnsframleiðslu fyrir starfsemina á svæðinu. Með kaupunum eignast Jarðlind ehf öfluga jarðhitaholu, en til álita geta komið frekari boranir á svæðinu í framtíðinni, og gæti þá borholan, sem fyrir er, nýtzt sem rannsóknarhola í sambandi við þær boranir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024