Laugardagur 11. apríl 2020 kl. 13:00
Jarðhræringar við Grindavík
Í morgun kl. 09:55 varð jarðskjálfti af stærð M3,2 um 4,6 km norðvestur af Grindavík, annar minni skjálfti af stærð M2,8 var á sömu slóðum kl. 09:32. Jarðskjálftanna varð vart í Grindavík.
Þó nokkur jarðskjálftavirkni hefur verið undanfarið á Reykjanesskaga í tengslum við landris á svæðinu.