Japani kýldur á Hafnargötu
Japanskur ferðamaður, sem gist hafði á tjaldstæði Reykjanesbæjar um síðustu helgi, varð fyrir nokkru óláni á göngu sinni um Hafnargötu í Keflavík sl. sunnudagsmorgun. Maður nokkur vatt sér upp að honum með steyttan hnefa og kýldi hann í andlitið, með þeim afleiðingum að hinn saklausi ferðamaður hlaut slæmt glóðarauga. Grunur leikur á að ofbeldisseggurinn sé utanbæjarmaður, en nokkur vitni urðu að þessum atburði.