Japani festi bílaleigubíl í bakka Kleifarvatns
Í hádeginu á laugardag var tilkynnt um japanskan ferðamann í Grindavík sem hafði fest bifreið sína við Kleifarvatn. Fóru lögreglumenn á staðinn ásamt þeim japanska. Hafði hann verið á bílaleiguibifreið og ekið út á vegarslóða þar sem umferð vélknúinna ökutækja er bönnuð og af þeim vegi út á sendinn bakka Kleifarvatns og festi hann þar bifreiðina í gljúpum sandinum. Var fengin björgunarsveitarbifreið út Grindavík til að ná bifreiðinni upp.