Japani fékk aðsvif í lóninu
				
				Japanskur ferðamaður fékk aðsvif í Bláa lóninu í dag og var fluttur með sjúkrabifreið á sjúkrahús í Reykjavík.Það var í hádeginu í dag sem sjúkralið var kallað í lónið þar sem ferðamaðurinn hafði fengið aðsvif. Hann var fyrst fluttur á sjúkrahús í Keflavík en þar var tekin ákvörðun um að senda hann áfram til Reykjavíkur á sjúkrahús þar. Ekki fengust upplýsingar um líðan mannsins nú undir kvöld.
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			




 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				