Janus til Grindavíkur
Drög að samstarfssamningi við Janus heilsueflingu um heilsueflingu fyrir eldri aldurshópa í Grindavík voru lögð fyrir á síðasta fundi bæjarráðs Grindavíkur. Fjölþætt heilsuefling 65+ í Grindavík - Heilsuefling fyrir eldri aldurshópa var þar til afgreiðslu.
Bæjarráð Grindavíkur samþykkti að vísa erindinu til vinnunnar við fjárhagsáætlun næsta árs.
Eins og fram hefur komið í VF eru yfir 200 eldri borgarar í heilsueflingu undir handleiðslu Janusar og hans fólks í Reykjanesbæ.