Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Janus til Grindavíkur
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
fimmtudaginn 10. október 2019 kl. 11:54

Janus til Grindavíkur

Drög að samstarfssamningi við Janus heilsueflingu um heilsueflingu fyrir eldri aldurshópa í Grindavík voru lögð fyrir á síðasta fundi bæjarráðs Grindavíkur. Fjölþætt heilsuefling 65+ í Grindavík - Heilsuefling fyrir eldri aldurshópa var þar til afgreiðslu.

Bæjarráð Grindavíkur samþykkti að vísa erindinu til vinnunnar við fjárhagsáætlun næsta árs.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eins og fram hefur komið í VF eru yfir 200 eldri borgarar í heilsueflingu undir handleiðslu Janusar og hans fólks í Reykjanesbæ.