Jákvæður rekstur í Vogum
Drög að ársreikningi Sveitarfélagsins Voga 2014 lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga í síðustu viku. Bæjarstjóri gerði grein fyrir helstu niðurstöðum reikningsins.
Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs (A-hluta) og samstæðunnar (B-hluta) er jákvæð, og talsvert betri en áætlanir gerði ráð fyrir. Rekstrarafgangur bæjarsjóðs var liðlega 13 miljónir króna, en 16 miljónir króna að meðtöldum B-hluta. Þetta er mikill viðsnúningur frá árinu 2013, þá var rekstrarhallinn tæpar 20 miljónir króna. Sé litið til þriggja ára tímabils samanlagt og tekjur niðurstaðan lögð saman er rekstrarniðurstaðan jákvæð. Sveitarfélagið stenst því jöfnunarreglu sveitarstjórnarlaganna, sem kveður á um að á hverju þriggja ára tímabili skulu tekjurnar vera hærri en gjöldin. Heildarskuldir sveitarfélagsins í árslok 2014 voru 724 miljónir króna, auk lífeyrisskuldbindinga og skammtímaskulda.
Skuldahlutfall er nú komið í 80%, en má samkvæmt ákvæðum sveitarstjórnarlaga vera 150% af reglu-
bundnum tekjum. Sveitarfélaginu hefur því einnig tekist að uppfylla ákvæði laganna um skuldahlutfall.
Fjármunamyndun rekstursins er viðunandi, en veltufé frá rekstri á árinu var um 70 miljónir króna.
Ársreikningurinn verðu tekinn til síðari umræðu og afgreiðslu á næsta fundi bæjarstjórnar.
Bókun bæjarstjórnar við fyrri umræðu um ársreikning sveitarfélagsins 2014:
„Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs og samstæðunnar er jákvæð og betri en áætlun ársins gerði ráð fyrir. Í A-hluta (bæjarsjóði) eru tekjur umfram gjöld 13,5 m.kr., en í A og B hluta (samstæðu) er tekjuafgangurinn 16 miljónir króna. Með þessum viðsnúningi í rekstri hefur tekist að uppfylla ákvæði jöfnunarreglu sveitarstjórnarlaga að fullu. Á árinu 2014 lauk uppkaupum sveitarfélagsins á fasteignum sem áður voru í eigu Eignarhaldsfélagsins Fasteignar ehf., sveitarfélagið á nú sjálft allar fasteignir sínar. Kaupin voru fjármögnuð að hluta með inneign í Framfarasjóði sveitarfélagsins og nýrri lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Að aflokninni þessari fjárhagslegu endurskipulagningu er skuldahlutfall bæjarsjóðs um 80%, og því vel innan þeirra marka sem kveðið er á um í fjármálareglum sveitarstjórnarlaga. Fjármunamyndun rekstursins er viðunandi, en veltufé frá rekstri á árinu 2014 var tæpar 70 miljónir króna. Á heildina litið er fjárhagsstaða sveitarfélagsins viðunandi og stenst öll viðmið samkvæmt ákvæðum fjármálareglna sveitarstjórnarlaga.“
Bókunin var samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum og ársreikningurinn er lagður fram og vísað til síðari umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar.