Jákvæður rekstur Hafnarsjóðs Grindavíkurbæjar
Rekstrarniðurstaða Hafnarsjóðs Grindavíkurbæjar var jákvæð um 55 milljónir króna samkvæmt rekstrarreikningi 2014. Eigið fé í árslok var neikvætt um 251 milljón króna. Handbært fé frá rekstri nam alls 65 milljónum króna. Frá þessu er greint á Grindavík.net.
Heildarskuldir Hafnarsjóðs nema 553 milljónum króna í árslok 2014. Þar af eru skuldir við aðalsjóð 423 milljónir króna. Skuldir við lánastofnanir 62 milljónir króna og lífeyrisskuldbindingar 61 milljón króna.
Heildar rekstrartekjur Hafnarsjóðs jukust um 11.6% á milli ára, úr 172 milljónum í 192 milljónir króna.
Rekstrargjöld hækkuðu um 10 milljónir á milli ára eða 10.8%
Rekstrarniðurstaðan er því 55.114.000 kr miðað við 28.560.000 kr fyrir árið 2013.