Jákvæðir leikskólakennarar í Reykjanesbæ
Leikskólakennarar í Reykjanesbæ sem sótt hafa námskeiðið SOS-hjálp fyrir foreldra hrósa um það bil helmingi oftar fyrir góða hegðun barna en leikskólakennarar sem ekki hafa sótt námskeiði.
Þetta kemur fram í rannsókn sem unnin var sem B.A. verkefni í sálfræði af Sigurði Þorsteini Þorsteinssyni.
Leikskólarnir í Reykjanesbæ komu einnig sérstaklega vel út í samanburði á svokölluðum þríhliðaskilmála sem tekur til fyrirmæla leikskólakennara, hegðunar barnsins út frá þeim fyrirmælum sem gefin voru, og viðbragða leikskólakennarans í kjölfar hegðunar barnsins. Á þessum mælikvarða stóðu leikskólakennarar í Reykjanesbæ sig hlutfallslega tvisvar til þrisvar sinnum betur en leikskólakennararnir í sambanburðarleikskólunum.
Í rannsókninni voru starfsmenn á tveimur leikskólanna í Reykjanesbæ bornir saman við starfsmenn á tveimur leikskólum á höfuðborgarsvæðinu.
Að sögn Gylfa Jóns Gylfasonar yfirsálfræðings hjá Reykjanesbæ, er ánægjulegt að fá vísbendingar um að um kerfisbundinn jákvæðan mun virðist vera að ræða á þeim leikskólakennurum sem hafa tekið þátt í SOS - námskeiðunum og þeim sem ekki hafa gert það, þar sem meginþorri leikskólakennara í Reykjanesbæ og nágrannabyggðarlögum hafi sótt námskeiðið.
Hins vegar sé ljóst að fara þurfi varlega í að álykta um of út frá rannsókn sem þessari, þar sem einungis sé um upplýsingar frá tveimur leikskólum að ræða og þennan mun þurfi að rannsaka frekar. Þetta eru samt auðvitað góðar fréttir fyrir börn og uppalendur í Reykjanesbæ og gefa okkur vísbendingar um að við séum á réttri leið sagði Gylfi Jón að lokum.
Þetta kemur fram í rannsókn sem unnin var sem B.A. verkefni í sálfræði af Sigurði Þorsteini Þorsteinssyni.
Leikskólarnir í Reykjanesbæ komu einnig sérstaklega vel út í samanburði á svokölluðum þríhliðaskilmála sem tekur til fyrirmæla leikskólakennara, hegðunar barnsins út frá þeim fyrirmælum sem gefin voru, og viðbragða leikskólakennarans í kjölfar hegðunar barnsins. Á þessum mælikvarða stóðu leikskólakennarar í Reykjanesbæ sig hlutfallslega tvisvar til þrisvar sinnum betur en leikskólakennararnir í sambanburðarleikskólunum.
Í rannsókninni voru starfsmenn á tveimur leikskólanna í Reykjanesbæ bornir saman við starfsmenn á tveimur leikskólum á höfuðborgarsvæðinu.
Að sögn Gylfa Jóns Gylfasonar yfirsálfræðings hjá Reykjanesbæ, er ánægjulegt að fá vísbendingar um að um kerfisbundinn jákvæðan mun virðist vera að ræða á þeim leikskólakennurum sem hafa tekið þátt í SOS - námskeiðunum og þeim sem ekki hafa gert það, þar sem meginþorri leikskólakennara í Reykjanesbæ og nágrannabyggðarlögum hafi sótt námskeiðið.
Hins vegar sé ljóst að fara þurfi varlega í að álykta um of út frá rannsókn sem þessari, þar sem einungis sé um upplýsingar frá tveimur leikskólum að ræða og þennan mun þurfi að rannsaka frekar. Þetta eru samt auðvitað góðar fréttir fyrir börn og uppalendur í Reykjanesbæ og gefa okkur vísbendingar um að við séum á réttri leið sagði Gylfi Jón að lokum.