Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Jákvæðar niðurstöður úr tóbakssölukönnun Samsuð
Þriðjudagur 20. október 2015 kl. 09:21

Jákvæðar niðurstöður úr tóbakssölukönnun Samsuð

Fimmtudaginn 1. október fór fram tóbakssölukönnun á vegum SamSuð (Samtaka félagsmiðstöðva á Suðurnesjum) í öllum sveitarfélögunum á Suðurnesjum. Könnunin fór þannig fram að ungmenni undir lögaldri, 15 til 16 ára, fóru á sölustaði og freistuðu þess að fá keypt tóbak.

Tóbakssölukönnunin var tvískipt þar sem annars vegar var kannað með sölu á sígarettum og hinsvegar neftóbaki. Starfsmaður á vegum Samsuð fór síðan inn í verslunina og tjáði starfsfólki að um könnun hefði verið að ræða og annað hvort var starfsfólki hrósað fyrir árvekni í starfi eða í þeim tilvikum þar sem að tóbak fékkst keypt var slíkt tilkynnt.

Einungis fjórir sölustaðir seldu ungmennum sígarettur (16%) og einn söluaðili seldi neftóbak (4%). Á einum sölustaðir þar sem ungmenni fékk keypt tóbak hafði afgreiðslumaður ekki lögaldur til að afgreiða tóbakið.

Samsuð hefur staðið fyrir slíkum könnunum í hartnær tvo áratugi og er niðurstaða þessarar könnunar sú besta frá upphafi en í síðustu könnun fengu ungmenni keypt sígarettur á 33% sölustaða og neftóbaki á 37% sölustaða.

Framkvæmd könnunar gekk vel og er gerð í góðu samstarfi söluaðila og það er ánægjuefni hversu stór hluti sölustaða seldi ekki tóbak.  Hafi forsvarsmenn sölustaða einhverjar athugasemdir eða ábendingar varðandi könnunina eru þeir hvattir til að hafa samband við einhvern undirritaðra.

Guðbrandur Stefánsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Garði   

Hafþór B. Birgisson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar

Rut Sigurðardóttir, frístunda- og forvarnafulltrúi Sandgerðisbæjar

Stefán Arinbjarnarson, frístunda- og menningarfulltrúi Sv. Voga

Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs Grindavíkurbæjar

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024