Jákvæð fyrir makaskiptum í Vogum
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga er jákvætt í afstöðu sinni fyrir makaskiptum í sveitarfélaginu. Makaskiptasamningur milli Skógræktar- og landgræðslufélagið Skógfells við eigendur heiðarlands Vogajarða hefur verið lagður fram í bæjarráðinu.
Með erindinu fylgir uppdráttur sem sýnir makaskiptin og tók bæjarráð jákvætt í erindið.