Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 10. október 2001 kl. 10:01

Jákvæð áhrif á almennan markað

Framkvæmdir við Kirkjuveg 5 ganga vel og eru á áætlun. Gert er ráð fyrir að íbúðirnar verði teknar í notkun í maí á næsta ári og hafa nú þegar borist umsóknir frá fólki. Að sögn Hjördísar Árnadóttur sem situr í nefnd um Kirkjuveg 5 verður auglýst eftir umsækjendum í kring um áramót og verða allir að skila inn umsókn þá. „Þessi bygging er greinilega löngu tímabær og er töluvert lengri biðlisti en þarna verður hægt að anna“, segir Hjördís. Byggingin mun einnig hafa jákvæð áhrif á almenna leigumarkaðinn þar sem margir aldraðir búa nú í félagslegum leiguíbúðum sem losna með tilkomu Kirkjuvegar 5.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024