Jafnréttismálin rædd í Keili
Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, setti í gær jafnréttisráðstefnu Keilis, miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs. Jóhanna sagði í ræðu sinni ótrúlegt að nærri fimm áratugum eftir setningu fyrstu jafnlaunalaganna á Alþingi þyrfti enn að halda sérstakar ráðstefnur til að ræða jafnlaunamál. Þá sagði Jóhanna það ólíðandi að forstöðumenn opinberra stofnana tækju þátt í að viðhalda kynbundnum launamun sem væri ekki síður til staðar hjá hinu opinbera en á almennum vinnumarkaði. Þá sagðist Jóhanna verða eindreginn talsmaður um nauðsyn þess að afnema launaleyns á íslenskum vinnumarkaði.
Markmið ráðstefnunnar var að ræða stöðu jafnréttismála og leiðir til að auka jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Sérstaklega var farið ofan í hvernig uppeldi og menningarlegt umhverfi hefur áhrif á viðhorf og sjálfsmynd kynjanna. Rætt var um hvernig bæði kynin geta unnið með gildishlaðin viðhorf kynslóðanna til kynjahlutverka, viðhorf sem birtast í öllu okkar umhverfi frá fæðingu, í sjónvarpi, tímaritum, kennslustofum, heimilum o.s.frv.
Mynd: Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, setti jafnréttisráðstefnuna í gær. VF-mynd: elg.
Markmið ráðstefnunnar var að ræða stöðu jafnréttismála og leiðir til að auka jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Sérstaklega var farið ofan í hvernig uppeldi og menningarlegt umhverfi hefur áhrif á viðhorf og sjálfsmynd kynjanna. Rætt var um hvernig bæði kynin geta unnið með gildishlaðin viðhorf kynslóðanna til kynjahlutverka, viðhorf sem birtast í öllu okkar umhverfi frá fæðingu, í sjónvarpi, tímaritum, kennslustofum, heimilum o.s.frv.
Mynd: Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, setti jafnréttisráðstefnuna í gær. VF-mynd: elg.