Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Jafnréttisáætlun Sandgerðisbæjar samþykkt
Föstudagur 10. febrúar 2012 kl. 10:48

Jafnréttisáætlun Sandgerðisbæjar samþykkt

Bæjarstjórn Sandgerðis samþykkti jafnréttisáætlun Sandgerðisbæjar nú í síðustu viku með eftirfarandi bókun:

„Bæjarstjórn staðfestir Jafnréttisáætlun Sandgerðisbæjar 2012 - 2014 samhljóða.

Bæjarstjórn beinir þeim tilmælum til bæjarstjóra að áætlunin verði send til allra fagnefnda og allra stjórnenda Sandgerðisbæjar til kynningar.
Bæjarstjórn lýsir yfir sérstakri ánægju með að jafnréttisáætlun skuli vera komin fram og færir frístunda-, forvarna- og jafnréttisráði og starfsmanni þess þakkir fyrir vönduð vinnubrögð.“

Jafnréttisáætlunina er að finna hér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024