Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Jafnréttið ríkir í Vogum
Sunnudagur 30. júlí 2006 kl. 10:44

Jafnréttið ríkir í Vogum

Kynjahlutföllin í nefndum og ráðum hjá Sveitarfélaginu Vogum eru hníf jöfn. Í nefndunum og ráðum á vegum bæjarins sitja 18 karlar og 18 konur. Bæjarstjórn Voga er skipuð af þremur körlum og fjórum konum og á fundi sínum 25. júlí sl. fagnaði bæjarráð jafnri kynskiptingu í stjórnsýslu sveitarfélagsins.

„Þessi staðreynd er ánægjuleg, báðir listarnir í sveitarfélaginu stefndu að því að hafa jöfn kynjahlutföll og lögðu fram fulltrúa í nefndarstörf af báðum kynjum,“ sagði Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Vogum. „Það er örugglega fátítt hjá öðrum sveitarfélögum að hnífjanft sé í nefndum,“ sagði Róbert og fagnaði því sérstaklega að tvær konur væru nú í skipulags- og bygginganefnd því sú nefnd hefði jafnan verið skipuð karlmönnum.

Skipan í ráð og nefndir í Vogum:

Bæjarstjórn
Konur: 4
Karlar: 3

Félags- og jafnréttismálanefnd
Konur: 3
Karlar: 0

Bæjarráð
Konur: 2
Karlar: 1

Íþrótta- og tómstundanefnd
Konur: 2
Karlar: 3

Fræðslunefnd
Konur: 3
Karlar: 2

Umhverfisnefnd
Konur: 3
Karlar: 2

Skipulags- og byggingarnefnd
Konur: 2
Karlar: 3

Sameiginleg barnaverndarnefnd Voga, Sandgerðis og Garðs
Konur: 2
Karlar: 0

Atvinnumálanefnd:
Konur: 1
Karlar: 4

Kjörstjórn:
Konur: 0
Karlar: 3

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024