Jafnaði sig fljótt eftir aðsvif í mannþrönginni
Gestur á hátíðarsvæði Ljósanætur við Hafnargötu fékk aðsvif eftir að formlegri dagskrá lauk í kvöld. Hann jafnaði sig hins vegar fljótt en var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skopunar. Steinþór Jónsson, formaður ljósanefndar, segir þetta eina atvikið sem komið hafi upp á ljósahátíðinni sem fór fram með miklum sóma og áfallalaust, fyrir utan þetta aðsvif.Sjúkrabifreið flutti gestinn á sjúkrahúsið og átti í talsverðum erfiðleikum að komast í gegnum mannhafið sem var gríðarlegt, eins og sést best á meðfylgjandi mynd sem Hilmar Bragi tók úr körfubifreið Brunavarna Suðurnesja.
Myndin er tekin af myndbandi, en myndatökumaður kvikmyndaði lýsingu bergsins, Íslending og flugeldasýninguna úr 30 metra hæð yfir Hafnargötunni. Þær myndir birtast vonandi í fréttatímum sjónvarpsstöðvanna á sunnudagskvöld.
Myndin er tekin af myndbandi, en myndatökumaður kvikmyndaði lýsingu bergsins, Íslending og flugeldasýninguna úr 30 metra hæð yfir Hafnargötunni. Þær myndir birtast vonandi í fréttatímum sjónvarpsstöðvanna á sunnudagskvöld.