Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Jafnaðarmenn funda á Garðskaga
Fimmtudagur 9. ágúst 2018 kl. 08:58

Jafnaðarmenn funda á Garðskaga

Hótelið Lighthouse Inn á Garðskaga fylltist af jafnaðarmönnum frá Norðurlöndum miðvikudaginn 8. ágúst. Þingmenn jafnaðarmannaflokka sem eru í Norðurlandaráði funda þar næstu daga um starfsáætlun hópsins fyrir næsta vetur, pólitískar áherslur og mál sem hópurinn hyggst leggja fram á þingi Norðurlandaráðs. Velferðarmálin og aðgerðir gegn auknum ójöfnuði verða í brennidepli. Fulltrúi Íslands er Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar var gestur fundarins á miðvikudaginn og hélt erindi um forvarnir gegn vímuefnaneyslu unglinga, um góðan árangur Íslendinga í þeim efnum síðastliðin 20 ár og hvernig sá árangur náðist. Hin Norðurlöndin líta til þess árangurs og þingmennirnir voru áhugasamir um samstarf við Íslendinga um málefnið.

Að loknum fundarhöldum og dvöl á Garðskaga fara þingmennirnir og starfsmenn hópsins í kynnisferð um Suðurnesin með viðkomu á Reykjanesi, í Duus húsum, Saltfiskssetrinu í Grindavík og Bláa lóninu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hópurinn fór í morgungöngu út á Garðskaga.