J-listinn býður fram í nýju sveitarfélagi

Á stofnfundi J-lista, nýs bæjarmálaafls í Sandgerði og Garði, sem fór fram miðvikudaginn 11. apríl var framboðslisti fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar samþykktur samhljóða. 
 
Listann skipar fjölbreyttur hópur fólks úr bæjarkjörnunum tveimur. Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar í Sandgerði, leiðir listann og er Laufey Erlendsdóttir fyrrverandi forseti bæjarstjórnar í Garði í öðru sæti. Í þriðja og fjórða sæti eru þau Fríða Stefánsdóttir bæjarfulltrúi í Sandgerði og Vitor Hugo Eugenio kennari í Gerðaskóla. 
 
Ólafur Þór segir tilhlökkunarefni að fá að starfa að uppbyggingu líflegs samfélags í nýju sveitarfélagi með svo öflugum hópi. Á listanum komi saman fólk með fjölbreytta reynslu og þekkingu sem eigi það sameiginlegt að vilja jákvætt og opið sveitarfélag þar sem öllu fólki líður vel. Það séu spennandi tímar framundan í Garði og Sandgerði. 
 
J-listinn er þannig skipaður:
 
1. Ólafur Þór Ólafsson, stjórnsýslufræðingur og forseti bæjarstjórnar, Sandgerði
2. Laufey Erlendsdóttir, íþróttafræðingur og meistaranemi í jákvæðri sálfræði, Garði
3. Fríða Stefánsdóttir, kennari og bæjarfulltrúi, Sandgerði
4. Vitor Hugo Eugenio, fiskeldisfræðingur og tónmenntakennari, Garði
5. Katrín Pétursdóttir, flugfreyja, Sandgerði
6. Kristinn Halldórsson, blikksmíðameistari, Sandgerði
7. Una María Bergmann, hjúkrunarfræðingur, Garði
8. Rakel Ósk Eckard, þroskaþjálfi, Sandgerði
9. Hrafn A. Harðarson, skáld, Garði
10. Sverrir Rúts Sverrisson, verslunarstjóri, Sandgerði
11. Sigrún Halldórsdóttir, húsmóðir, Garði
12. Rúnar Þór Sigurgeirsson, nemi, Garði
13. Fanný Þórsdóttir, söngkona, Sandgerði
14. Vilhjálmur Axelsson, matreiðslumaður, Garði
15. Atli Þór Karlsson, starfsmaður í flugvallarþjónustu, Sandgerði
16. Sigurbjörg Ragnarsdóttir, vaktstjóri, Garði
17. Júlía Rut Sigursveinsdóttir, nemi, Sandgerði
18. Eiríkur Hermannsson, sagnfræðingur, Garði