Ívar settur í embætti djákna
Ívar Valbergsson var settur í embætti djákna við Keflavíkurkirkju í innsetningar- og sjálfboðaliðamessu síðasta sunnudagskvöld. Messan var auk þess tileinkuð þeim einstaklingum sem eru í sjálfboðinni þjónustu við Keflavíkurkirkju. Fyrir messu var sjálboðaliðum boðið til stundar í Kirkjulundi þar sem Guðmundur Brynjólfsson, djákni, ræddi sjálfboðastarfið innan kirkjunnar. Þá var boðið upp á ljúfa tóna, auk þess sem Skólamatur bauð í súpu og Soho bauð upp á brauðmeti og álegg.