Ítrekuð skemmdarverk við göngustíg í Njarðvík
Útiljós við göngustíg sem liggur við Kjarrmóa 10 í Njarðvík hafa margoft verið skemmd og nú síðast var eitt ljósanna sprengt með flugeldum um áramótin. Að sögn Unnars Más Magnússonar íbúa í Kjarrmóa 10 og eiganda ljósanna hafa ljós við göngustíginn verið skemmd margoft á síðustu 2 árum.
„Á ljósunum eru lítil gler sem krakkar virðast hafa gaman af að brjóta, en ég hef 20 sinnum skipt um glerið í ljósunum,“ segir Unnar Már, en sést hefur til unglinga rífa upp ljós og taka mér sér undir hendinni. „Aðalmálið hjá okkur er að fá foreldra til að lesa yfir börnunum og laga virðingarleysið því það virðist algert.
Unnar segir að hann sé að gefast upp á að hafa ljósin við göngustíginn. „Ég ætla að gera eina tilraun enn og ef hún misheppnast þá tek ég ljósin í burtu.“
VF-ljósmynd/JKK: Eins og sjá má hafa ljósin verið brotin við göngustíginn.