Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ítrekuð skemmdarverk á bíl
Föstudagur 20. september 2002 kl. 15:16

Ítrekuð skemmdarverk á bíl

Gunnar Þór Sæþórsson sem býr í Reykjanesbæ varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að vinnubíllinn hans var skemmdur á bryggjunni í Grindavík á dögunum. Gunnar Þór sem stundar sjómennsku frá Grindavík segir að þetta sé í fjórða skiptið sem bíllinn hans sé skemmdur á bryggjunni frá því árið 1993.Vinnubíllinn sem hann ekur á núna hefur tvisvar sinnum verið skemmdur, en í þetta skiptið var þakið beyglað, tvær rúður brotnar og sparkað í hliðarnar. Gunnar segir að Lögreglan sé að rannsaka málið og hann varar fólk við því að leggja bílunum sínum á bryggjunni í Grindavík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024