Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ítrekar áhyggjur af einhliða áformum ríkisins
Föstudagur 22. september 2023 kl. 06:26

Ítrekar áhyggjur af einhliða áformum ríkisins

„Bæjarráð Suðurnesjabæjar ítrekar áhyggjur af einhliða áformum ríkisins og lýsir vonbrigðum með að afstaða sveitarfélagsins virðist ekki hafa nein áhrif í því sambandi,“ en samskipti við Vinnumálastofnun varðandi áform um búsetu umsækjenda um alþjóðlega vernd í Suðurnesjabæ voru til umfjöllunar á síðasta fundi bæjarráðs Suðurnesjabæjar.

Í ljósi þess að Vinnumálastofnun hefur tilkynnt að unnið sé að því að koma upp búsetu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd í Suðurnesjabæ, ítrekaði bæjarráð á síðasta fundi bókun sína frá 12. júlí 2023 sem komið var á framfæri við ráðherra og fleiri aðila í stjórnkerfinu. Þar koma m.a. fram áhyggjur bæjarráðs Suðurnesjabæjar af því að með þessu muni verða miklar áskoranir gagnvart innviðum sveitarfélagsins og að sú þjónusta sem sveitarfélagið heldur úti fyrir íbúana muni ekki standa undir því að fá fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd til búsetu í sveitarfélaginu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þá benti bæjarráð á að Suðurnesjabær annast það verkefni að veita fylgdarlausum börnum skjól og þjónustu, sem felur í sér mikla áskorun sérstaklega fyrir félagsþjónustu og barnavernd.