Ítrekað tekinn réttindalaus undir stýri
Ökumaður um þrítugt sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af í fyrradag reyndist aldrei hafa öðlast ökuréttindi. Var þetta í þriðja sinn sem hann var staðinn að akstri. Þá sýndu sýnatökur að hann hafði neytt áfengis en var undir mörkum.
Enn fremur voru skráningarnúmer fjarlægð af bifreið þar sem þau tilheyrðu annarri bifreið.
Fáeinir hafa verið kærðir fyrir brot í umferðinni á síðustu dögum, meðal annars fyrir hraðakstur og vímuefnaakstur.