Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ítreka að Fjölþætt heilsuefling 65+ fái áfram hljómgrunn í Reykjanesbæ
Þriðjudagur 1. mars 2022 kl. 09:42

Ítreka að Fjölþætt heilsuefling 65+ fái áfram hljómgrunn í Reykjanesbæ

Öldungaráð Reykjanesbæjar telur verkefnið „Fjölþætt heilsuefling 65+“ gríðarlega mikilvægt og hefur áhyggjur af því að því ljúki þar sem það hefur sýnt sig og sannað að verkefnið er að skila miklum árangri fyrir þátttakendur líkamlega, andlega og félagslega.

Dr. Janus Guðlaugsson og Anna Sigríður Jóhannesdóttir frá Janusi heilsueflingu mættu á fund ráðsins og kynntu verkefnið sem er ætlað að gera þátttakendur hæfari til að takast á við breytingar sem fylgja hækkandi aldri. Reykjanesbær hefur veitt fjármagni til verkefnisins síðustu ár en nú hefur sú fjárveiting verið lækkuð umtalsvert og lítur út fyrir að verkefninu muni ljúka í sveitarfélaginu í september 2023.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Ráðið ítrekar mikilvægi þess að verkefnið fái áfram hljómgrunn og að það verði gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar hjá nýrri bæjarstjórn 2022-2026. Samkvæmt Hagstofunni mun fjöldi Íslendinga 70 ára og eldri tvöfaldast næstu 30 árin sem þýðir að 25% Íslendinga verða á þeim aldri árið 2050. Mikilvægt er að ríkið komi að þessari uppbyggingu þar sem það er gríðarlegur fjárhagslegur ávinningur fyrir heilbrigðiskerfið sem og einstaklinginn sjálfan,“ segir í afgreiðslu öldrunarráðs Reykjanesbæjar.