Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ítölsk flugsveit í loftrýmisgæslu í Keflavík
Mánudagur 3. júní 2013 kl. 14:12

Ítölsk flugsveit í loftrýmisgæslu í Keflavík

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst á ný mánudaginn 10. júní nk. með komu flugsveitar ítalska flughersins. Alls munu um 150 liðsmenn ítalska flughersins taka þátt í verkefninu og koma þeir til landsins með sex F-2000 orrustuþotur, B767 eldsneytisvél og C130 birgðaflutningavél. Gera má ráð fyrir aðflugsæfingum að varaflugvöllum á Akureyri og hugsanlega Egilsstöðum 12.-14. júní nk. Sveitin hefur hins vegar aðstetur á Keflavíkurflugvelli.

Verkefnið er í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun NATO fyrir Ísland og er ráðgert að verkefnið verði framkvæmt með sama fyrirkomulagi og áður og í samræmi við samninga sem í gildi eru, því ljúki í byrjun júlí, segir á vef Landhelgisgæslunnar.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024