Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Íþróttamiðstöðin í Vogum fær hjartastuðtæki
Þriðjudagur 17. febrúar 2004 kl. 21:35

Íþróttamiðstöðin í Vogum fær hjartastuðtæki

Íþróttamiðstöðin í Vogum á Vatnsleysuströnd fékk að gjöf hjartastuðtæki á dögunum sem Lionsklúbburinn Keilir og Kvenfélagið Fjóla gáfu. Öllum Íþróttamiðstöðum á Suðurnesjum hafa verið færðar slík tæki að gjöf á síðustu vikum. Jón Guðmundsson forstöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar í Vogum sagði að það skipti miklu máli fyrir stöðina að eiga slíkt tæki. „Ef slys ber að höndum skiptir miklu máli að hafa svona tæki við höndina því það eru um 10 mínútur í næsta sjúkrabíl héðan. Það er alveg ljóst að tæki sem þetta gæti skipt sköpum í þannig tilfelli.“

Frá afhendingu tækisins. Hanna Helgadóttir frá Kvenfélaginu Fjólu, Rikharður Reynisson og Hrönn Kristbjörnsdóttir frá Lionsklúbbnum Keili og Jón Guðmundsson forstöðumaður.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024