Íþróttamiðstöðin í Garði: Eittþúsund notendur á viku
Íþróttamiðstöðin í Garði fagnar 10 ára afmæli um þessar mundir. Íþróttahúsið og sundlaugin voru vígð 16. október 1993 eftir að hafa verið tæpt ár í byggingu. Sá hluti sem hýsir búningsaðstöðu og umhverfi útisundlaugarinnar í Garði hafði hins vegar verið steyptur upp nokkrum árum áður, í fyrstu staðið ófrágenginn en síðar fengið það hlutverk að vera skjól og kennslustofur fyrir yngstu nemendur Gerðaskóla.
Jón Hjálmarsson er forstöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar. Hann segir í samtali við blaðið að húsið hafi í alla staði reynst mjög vel. Notkunin hafi aukist jafnt og þétt og aðsóknin einnig. Þannig hafi á síðasta ári komið um 52.000 manns í húsið, sem geri eittþúsund notendur á viku. Inni í þessari tölu eru nemendur Gerðaskóla sem sækja leikfimi- og sundkennslu, aðrir notendur á íþróttasal og sundlaug, ásamt þeim sem nýta sér íþróttaaðstöðu í kjallara íþróttamiðstöðvarinnar og gestir á kappleikjum.
Fyrir fimm árum síðan var komið upp þrektækjum og ljósabekkjum í kjallara. Að sögn Jóns breytti sú aðstaða allri aðsókn og notkun íþróttahússins. Aðsóknin var rúm 30.000 manns fyrstu árin en er 52.000 fyrir síðasta ár. Jón segir íþróttasalinn og aðstöðu í kjallara vera í fullri nýtingu en Garðmenn og aðrir mega gera betur þegar kemur að sundlauginni. Í Garðinum er góð 25 metra laug, auk tveggja heitra potta og vaðlaugar fyrir börn. Jón sagði í samtali við blaðið að hann dreymdi drauma um myndarlega vatnsrennibraut við sundlaugina, sem myndi án efa auka aðsókn að sundlauginni. Þá hefur verið kastað fram hugmyndum um að opna sundlaugarsvæðið með glervegg í stað hárrar trégirðingar sem í dag lokar svæðinu. Þá hafa komið fram hugmyndir um að setja þak yfir sundlaugarsvæðið.
Áður en ráðist verður í að byggja yfir sundlaugina er hins vegar vilji til þess að byggja ofan á núverandi tengibyggingu. Hún er 400 fermetrar með steyptu lofti Þegar eru til staðar einn og hálfur útveggur. Hafa menn séð fyrir sér að sett verði límtrésþak á þessa nýju byggingu. Þarna vilja menn sjá sal fyrir eróbikk, kvennaleikfimi og jóga, svo eitthvað sé nefnt. Sú aðstaða er í raun orðin aðkallandi þar sem aðstaðan í kjallara er ófullkomin og þar vantar betri loftræstingu, sem erfitt er að koma við. Þannig fer ekki vel saman að menn séu að hamast í þreki og boxi, þar sem menn svitna mikið og síðan þegar næsti hópur kemur í salinn er hann ennþá illa loftræstur eftir átökin sem voru þar á undan. Einnig væri hægt að leigja út aðstöðu fyrir nudd og snyrtingu og hafa veitingasal með útsýni annars vegar inn í íþróttahúsið eða yfir sundlaugargarðinn. Þá gera hugmyndir ráð fyrir því að þarna sé hægt að taka á móti hópum í æfingabúðir. Samkvæmt fyrstu tillögum kostar þessi bygging um 55 milljónir króna. Engar ákvarðanir hafa verið teknar í þessum efnum. Hins vegar kallar aukin notkun íþróttamiðstöðvarinnar á meiri aðstöðu.
Fólk getur kynnt sér starfsemi íþróttamiðstöðvarinnar á sýningar- menningardögunum Garðurinn byggða bestur í Garðinum um helgina.
Jón Hjálmarsson er forstöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar. Hann segir í samtali við blaðið að húsið hafi í alla staði reynst mjög vel. Notkunin hafi aukist jafnt og þétt og aðsóknin einnig. Þannig hafi á síðasta ári komið um 52.000 manns í húsið, sem geri eittþúsund notendur á viku. Inni í þessari tölu eru nemendur Gerðaskóla sem sækja leikfimi- og sundkennslu, aðrir notendur á íþróttasal og sundlaug, ásamt þeim sem nýta sér íþróttaaðstöðu í kjallara íþróttamiðstöðvarinnar og gestir á kappleikjum.
Fyrir fimm árum síðan var komið upp þrektækjum og ljósabekkjum í kjallara. Að sögn Jóns breytti sú aðstaða allri aðsókn og notkun íþróttahússins. Aðsóknin var rúm 30.000 manns fyrstu árin en er 52.000 fyrir síðasta ár. Jón segir íþróttasalinn og aðstöðu í kjallara vera í fullri nýtingu en Garðmenn og aðrir mega gera betur þegar kemur að sundlauginni. Í Garðinum er góð 25 metra laug, auk tveggja heitra potta og vaðlaugar fyrir börn. Jón sagði í samtali við blaðið að hann dreymdi drauma um myndarlega vatnsrennibraut við sundlaugina, sem myndi án efa auka aðsókn að sundlauginni. Þá hefur verið kastað fram hugmyndum um að opna sundlaugarsvæðið með glervegg í stað hárrar trégirðingar sem í dag lokar svæðinu. Þá hafa komið fram hugmyndir um að setja þak yfir sundlaugarsvæðið.
Áður en ráðist verður í að byggja yfir sundlaugina er hins vegar vilji til þess að byggja ofan á núverandi tengibyggingu. Hún er 400 fermetrar með steyptu lofti Þegar eru til staðar einn og hálfur útveggur. Hafa menn séð fyrir sér að sett verði límtrésþak á þessa nýju byggingu. Þarna vilja menn sjá sal fyrir eróbikk, kvennaleikfimi og jóga, svo eitthvað sé nefnt. Sú aðstaða er í raun orðin aðkallandi þar sem aðstaðan í kjallara er ófullkomin og þar vantar betri loftræstingu, sem erfitt er að koma við. Þannig fer ekki vel saman að menn séu að hamast í þreki og boxi, þar sem menn svitna mikið og síðan þegar næsti hópur kemur í salinn er hann ennþá illa loftræstur eftir átökin sem voru þar á undan. Einnig væri hægt að leigja út aðstöðu fyrir nudd og snyrtingu og hafa veitingasal með útsýni annars vegar inn í íþróttahúsið eða yfir sundlaugargarðinn. Þá gera hugmyndir ráð fyrir því að þarna sé hægt að taka á móti hópum í æfingabúðir. Samkvæmt fyrstu tillögum kostar þessi bygging um 55 milljónir króna. Engar ákvarðanir hafa verið teknar í þessum efnum. Hins vegar kallar aukin notkun íþróttamiðstöðvarinnar á meiri aðstöðu.
Fólk getur kynnt sér starfsemi íþróttamiðstöðvarinnar á sýningar- menningardögunum Garðurinn byggða bestur í Garðinum um helgina.