Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Íþróttamiðstöð Njarðvíkur formlega opnuð eftir breytingar
Þriðjudagur 14. desember 2004 kl. 10:38

Íþróttamiðstöð Njarðvíkur formlega opnuð eftir breytingar

Í tilefni af lokum framkvæmda við Íþróttamiðstöð Njarðvíkur og vegna afhendingar á félagsaðstöðu til Ungmennafélags Njarðvíkur hefur verið boðað til formlegrar opnunar aðstöðunnar í dag kl. 17:30.

Við sama tækifæri mun Ungmennafélag Njarðvíkur minnast 60 ára afmælis félagsins auk þess sem Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands mun sæma körfuknattleiksdeild Njarðvíkur gæðaviðurkenningu íþróttahreyfingarinar sem fyrirmyndardeild ÍSÍ.

Körfuknattleikslið Keflavíkur í meistaraflokki karla sækir heim lið Njarðvíkur í Intersportdeildinni og hefst leikurinn kl. 19:40. Gestum við opnunina er boðið að fylgjast með viðureign þessara tveggja stórliða.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024