Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Íþróttamannvirki tekin í gegn á Ásbrú
Mánudagur 25. júlí 2011 kl. 13:51

Íþróttamannvirki tekin í gegn á Ásbrú

Íþróttamannvirki á Ásbrú hafa fengið andlitslyftingu að undanförnu eftir að ekki hafði verið hirt um þau í lengri tíma. Kadeco hefur í samstarfi við Lauftækni ehf. m.a ræktað upp knattspyrnuvöllinn á Ásbrú sem hefur ekki verið notaður í fjölda ára og mótaður hefur verið 6 holu golfvöllur á svæði þar sem áður var svokallað Kínahverfi á tímum varnarliðsins. Golfvöllurinn er ætlaður sem leiksvæði en ekki til keppni og er aðeins notast við efnivið sem fyrir er á staðnum.

Á Ásbrú er knattspyrnuvöllur rétt hjá Andrews Theater sem kominn var í algjöra órækt og hefur lítið verið haldið við frá því Varnarliðið fór. Þetta er völlur sem kaninn vandaði vel til á sínum tíma og menn telja ekki mikið mál að gera hann að mjög góðum velli og það er stefnan að gera mjög flott íþróttasvæði þar sem knattspyrnuvöllurinn er sem nýst getur íþróttafélögum á Suðurnesjum.

Einnig var tekið til hendinni á gamla hafnarboltavellinum sem er gegnt Langbest veitingarstaðnum á Ásbrú. Þar hafði verið svæði sem hundaeigendur höfðu verið að nýta.

Myndir/EJS: Að ofan: Golfvöllurinn er fínn fyrir þá sem æfa vilja stutta spilið eða taka laufléttan hring við tækifæri enda völlurinn stuttur. Neðri mynd: Fótboltakappinn Guðmundur Steinarsson sést hér merkja fótboltavöllinn á Ásbrú.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024