Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Íþróttamannvirki Reykjanesbæjar: Aðsókn jókst milli ára
Miðvikudagur 7. febrúar 2007 kl. 14:49

Íþróttamannvirki Reykjanesbæjar: Aðsókn jókst milli ára

Heildarfjöldi gesta í íþróttamannvirki Reykjanesbæjar jókst um 6% á milli áranna 2005 og 2006að því er kemur fram á heimasíðu bæjarins.

Heildarfjöldi gesta 2006 var 486.771 á móti 460.033 árið 2005. Mesta fjölgunin er á sundstöðunum en heildargestafjöldi þeirra 2006 var 170.278 og fjölgunin 9%.

Aðsókn í íþróttahúsin jókst um 4% en heildarfjöldi gesta  var 316.493 árið 2006. Gestum fjölgaði í öllum íþróttahúsunum nema Reykjaneshöllinni en þar var veruleg fækkun, 67.355 gestir í fyrra á móti 84.201 árið á undan. Á vefsíðu bæjarins er þessi fækkun að hluta til rekin til fjölgunar á knattspyrnuhúsum á höfuðborgarsvæðinu.

 

Af vefsíðu Reykjanesbæjar

 

Mynd úr safni VF

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024