Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Íþróttafélögin standi við stóru orðin
Gervigrasvöllurinn í Reykjanesbæ.
Fimmtudagur 27. apríl 2023 kl. 06:02

Íþróttafélögin standi við stóru orðin

Bæjarfulltrúar í Reykjanesbæ fögnuðu tillögu Íþrótta- og tómstundaráðs um uppbyggingu íþróttamannvirkja í Reykjanesbæ á bæjarstjórnarfundi 18. apríl. Þar er lagt upp með að félögin Keflavík og Njarðvík sameinist um notkun á mannvirkjum og aðstöðu til ársins 2030. Kostnaðurinn er áætlaður um fimm milljarðar króna.

Nokkrir bæjarfulltrúar tóku til máls um málið og sögðust allir fagna því en greint var frá málinu í Víkurfréttum 18. apríl.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Þetta er stórt og mikið verkefni og ég treysti bæjarstjórn til að klára það en nú er komið að félögunum að standa við stóru orðin og vinna saman. Það hefur ekki alltaf verið auðvelt. Tilfinningar hafa oft þvælst fyrir en ég vona að okkur takist öllum að vinna saman að þessu,“ sagði Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs.

Fyrir bæjarstjórnarfund var skýrsla starfshóps kynnt og voru fulltrúar frá Keflavík, Njarðvík og ÍRB á staðnum. Rúnar V. Arnarson, formaður ÍRB, sagði þetta verkefni til fyrirmyndar. „Þetta er byltingarkennd tillaga og verði hún að veruleika þá vil ég ganga alla leið og gera þetta að flottasta íþróttasvæði landsins. Það eru allir möguleikar á því. Þetta hefur hvergi verið gert svona og Reykjanesbær hefur möguleika á því að fara í fremstu röð.“