Íslenskum starfsmönnum ekki sagt upp
Friðþór Eydal upplýsingafulltrúi varnarliðsins segir að fyrirhugaðar breytingar á flugþjónustudeild slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli eigi sér eðlilegar skýringar.
„Ákvörðunin um að færa yfirstjórn flugþjónustudeildar slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli til vélamiðstöðvar varnarliðsins nær eingöngu til yfirstjórnar deildarinnar. Í skipulagi Bandaríkjaflota heyrir hreinsun flugbrauta almennt ekki undir slökkvilið heldur vélamiðstöðvar og eru þessar breytingar til samræmis við það,“ segir Friðþór Eydal uppýsingafulltrúi varnarliðsins en hann segir að ekki sé um sparnaðaraðgerðir að ræða. „Ég veit ekki betur en að allir íslensku starfsmennirnir muni halda sínum störfum.“