„Íslenskt“ línuskip sektað um tæpar 2,8 milljónir króna fyrir brot á norskum fiskveiðilögum
Línuskipið Jóhanna GK, sem gert er út af Útgerðarfélagi Suðurnesja, hefur verið fært til hafnar í Finnmörku fyrir brot á norskum fiskveiðilögum. Í héraðsréttinum í Tana og Varanger var útgerðin dæmd til þess að greiða sekt að andvirði tæplega 2,8 milljóna ísl. króna og skipstjórinn fékk rúmlega 280 þúsund króna sekt.Frá þessu er greint í norska blaðinu Fiskaren en þar segir að brotið hafi falist í að veiðidagbók skipsins hafi verið vitlaust færð. Í hana hafi verið skráður of lítill afli miðað við tilkynningar til norsku fiskistofunnar. Þá viðurkenndi skipstjórinn að hafa hent 60 kílóum af þorski og ýsu, sem hann sagði hafa verið skemmdan fisk, og var hann dæmdur fyrir það. Ekki er vitað til þess hvort dómnum verður áfrýjað.
InterSeafood.com náði tali af Jóni Arasyni hjá Útgerðarfélagi Suðurnesja í morgun en hann var þá staddur í Noregi. Sagðist Jón vera upptekinn og ekki geta tjáð sig um málsatvik.
Stundum ,,íslensk” – stundum norsk
Frá því að línuskipunum Jóhönnu GK, Gunnari GK og Síldey NS var flaggað hingað til lands á síðasta ári hafa ,,íslensku” útgerðarfélögin gert allt til þess að sverja af sér norskt eða jafnvel belgískt eignarhald á þessum sömu skipum.
Skipin þrjú voru öll í eigu Ervik Havfiske í Noregi en það fyrirtæki er að hálfu í eigu norska stórfyrirtækisins Domstein. Það fyrirtæki á svo stóran hlut í belgíska fiskvinnslu- og fisksölufyrirtækinu Pieters sem aftur tengist Nýfiski í Sandgerði og fleiri íslenskum fiskvinnslufyrirtækjum.
Í frétt Fiskaren um töku Jóhönnu ÁR og sektina sem útgerð og skipstjóri voru dæmd í kemur fram að norska útgerðarfyrirtækið Ervik Havfiske eigi hlut í Útgerðarfélagi Suðurnesja en skipið er sagt íslenskt. Í annarri frétt blaðsins í sama tölublaði er reyndar fjallað fjálglega um hlut Ervik Havfiske í Útgerðarfélagi Suðurnesja. Þar er sagt að eftir að heimilað var að sameina kvóta í Noregi hafi Ervik Havfiske vantað verkefni fyrir skipin Værland (Gunnar GK) og Bergholm (Jóhanna GK). Því hafi verið stofnað dótturfyrirtæki á Íslandi um útgerð þeirra. Hugmyndin hafi verið sú að láta þá veiða í íslenskri landhelgi og senda fiskinn ferskan með flugi til Pieters í Belgíu. Stig Ervik, framkvæmdastjóri Ervik Havfiske, segir að íslensku kvótarnir hafi reynst og dýrir og því hafi verið ákveðið að senda Gunnar GK á línuveiðar við Brasilíu og Jóhönnu GK til þess að veiða íslenskan þorskkvóta í Barentshafi.
Það, sem vantar í umrædda frétt, er að hugmynd forráðamanna Ervik Havfiske, Domstein og Pieters var sú að koma norskum línuskipum inn í ókvótabundnar veiðar á keilu, löngu og lúðu undir íslensku flaggi auk þess að gera út á aðrar tegundir á leigukvótum. Við kvótasetningu á keilu og löngu var komið í veg fyrir þessi áform og grundvöllurinn fyrir útgerðinni varð ekki eins glæsilegur og eigendur skipanna höfðu talið.
Frá þessu er greint á fréttavef InterSeafood.com
InterSeafood.com náði tali af Jóni Arasyni hjá Útgerðarfélagi Suðurnesja í morgun en hann var þá staddur í Noregi. Sagðist Jón vera upptekinn og ekki geta tjáð sig um málsatvik.
Stundum ,,íslensk” – stundum norsk
Frá því að línuskipunum Jóhönnu GK, Gunnari GK og Síldey NS var flaggað hingað til lands á síðasta ári hafa ,,íslensku” útgerðarfélögin gert allt til þess að sverja af sér norskt eða jafnvel belgískt eignarhald á þessum sömu skipum.
Skipin þrjú voru öll í eigu Ervik Havfiske í Noregi en það fyrirtæki er að hálfu í eigu norska stórfyrirtækisins Domstein. Það fyrirtæki á svo stóran hlut í belgíska fiskvinnslu- og fisksölufyrirtækinu Pieters sem aftur tengist Nýfiski í Sandgerði og fleiri íslenskum fiskvinnslufyrirtækjum.
Í frétt Fiskaren um töku Jóhönnu ÁR og sektina sem útgerð og skipstjóri voru dæmd í kemur fram að norska útgerðarfyrirtækið Ervik Havfiske eigi hlut í Útgerðarfélagi Suðurnesja en skipið er sagt íslenskt. Í annarri frétt blaðsins í sama tölublaði er reyndar fjallað fjálglega um hlut Ervik Havfiske í Útgerðarfélagi Suðurnesja. Þar er sagt að eftir að heimilað var að sameina kvóta í Noregi hafi Ervik Havfiske vantað verkefni fyrir skipin Værland (Gunnar GK) og Bergholm (Jóhanna GK). Því hafi verið stofnað dótturfyrirtæki á Íslandi um útgerð þeirra. Hugmyndin hafi verið sú að láta þá veiða í íslenskri landhelgi og senda fiskinn ferskan með flugi til Pieters í Belgíu. Stig Ervik, framkvæmdastjóri Ervik Havfiske, segir að íslensku kvótarnir hafi reynst og dýrir og því hafi verið ákveðið að senda Gunnar GK á línuveiðar við Brasilíu og Jóhönnu GK til þess að veiða íslenskan þorskkvóta í Barentshafi.
Það, sem vantar í umrædda frétt, er að hugmynd forráðamanna Ervik Havfiske, Domstein og Pieters var sú að koma norskum línuskipum inn í ókvótabundnar veiðar á keilu, löngu og lúðu undir íslensku flaggi auk þess að gera út á aðrar tegundir á leigukvótum. Við kvótasetningu á keilu og löngu var komið í veg fyrir þessi áform og grundvöllurinn fyrir útgerðinni varð ekki eins glæsilegur og eigendur skipanna höfðu talið.
Frá þessu er greint á fréttavef InterSeafood.com