Íslenskir aðalverktakar stoltir af Reykjaneshöllinni
Samningur um byggingu, leigu og fjármögnun fjölnota íþróttahúss var undirritaður þann 14. mars 1999 af Verkafli, dóttur-fyrirtæki Íslenskra aðal-verktaka hf., Landsbankan-um og Reykjanesbæ. Húsið, sem síðar fékk nafnið Reykjaneshöllin, átti samkvæmt samningnum að vera tilbúið eigi síðar en 18. febrúar 2000, og sú tíma-setning hefur staðist. Áætlaður byggingarkostn-aður var 370 milljónir króna og Reykjanesbær greiðir 27 milljónir í leigu árlega. Heildarflatarmál hússins er 8.344 ferm. og íþrótta-völlurinn er 7.840 ferm. að stærð. Mest lofthæð er 12.5 metrar.Stefán Friðfinnsson, framkvæmdastjóri ÍAV, sagði að fyrirtækið væri mjög stolt af því samstarfi sem verið hefur við Reykjanesbæ um þessa framkvæmd. „Við erum vissir um að Reykjaneshöllin valdi tímamótum í íþróttalífi á Suðurnesjum og á landinu öllu. Framsýni forystumanna Reykjanesbæjar er ótvíræð og það er ÍAV mikil ánægja að geta með dótturfélagi sínu, Landsafli, orðið þess valdandi að þessi glæsilega bygging er nú fullgerð“, segir Stefán.Stefán telur að byggingin sjálf uppfylli allar kröfur sem lagðar voru til grundvallar og að hún sé bæjarprýði í mörgum skilningi. „Sérstaklega er ánægjulegt að geta með góðri verkskipu-lagningu afhent húsið til notkunar töluvert fyrr en verksamningur gerði ráð fyrir og eiga starfsmenn ÍAV heiður skilið fyrir það. Þess er líka ánægjulegt að geta að starfsmenn okkar, háir sem lágir, hafa lagt metnað sinn í að skila góðu verki á mettíma við þessa framkvæmd“, segir Stefán og bætir við að þeir hjá ÍAV séu hvað ánægðastir með að vera ásamt for-ráðamönnum og íbúum Reykjanesbæjar, frum-kvöðlar og forystuafl í að stuðla að því að æsku bæjarins eru skapaðar fullkomnar aðstæður til að iðka íþróttir óháð veðri og vindum. „Við erum líka sannfærðir um að þess mun á næstu árum sjá stað í auknum íþróttaáhuga og árangri.“Aðspurður segir Stefán að sjálfsagt hefði eitthvað mátt betur fara, eins og öll mannanna verk. „Við getum örugglega lært af fram-kvæmdinni og það ætlum við okkur að nýta til framtíðar í samskonar eða svipuðum framkvæmdum“, segir Stefán og er sannfærður um að fleiri sveitarfélög munu í þessu sem ýmsu öðru fylgja fordæmi Reyknesinga og þá mun ÍAV vera reiðubúið að koma að verki.Þegar Stefán er spurður um álit sitt á rekstrarleigu-samingnum á milli íAV og Reykjanesbæjar þá segist hann telja að slíkt form geti verið sveitarfélögum mjög hagkvæmt, bæði á þessu sviði sem og ýmsum öðrum. „Við teljum að samstarf sveitarfélaga og fjárfesta geti verið báðum hagkvæmt og sjálfsagt fyrir sveitarfélög að skoða möguleika á því sviði. Við erum fylgjandi hug-myndinni um auknar einkaframkvæmdir bæði ríkis og sveitarfélaga og erum reyndar þáttakendur í samstarfi um byggingu og rekstur hjúkrunarheimilis með því sniði“, segir Stefán að lokum.