Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Íslenska alþjóðasveitin við björgunaræfingar á Ásbrú
Föstudagur 1. maí 2009 kl. 22:55

Íslenska alþjóðasveitin við björgunaræfingar á Ásbrú

Nú stendur yfir viðamikil björgunaræfing hjá Íslensku alþjóðasveitinni á Ásbrú í Reykjanesbæ. Æfingin er hluti af undirbúningi úttektar sem ÍA undirgengst í haust á vegum Sameinuðu þjóðanna. Íslenska sveitin er sú sjöunda í röðinni af alþjóðlegum rústabjörgunarsveitum sem fer í slíka úttekt og fær vottun SÞ að henni lokinni.

 
Í dag var fjölmiðlum boðið að fylgjast með sveitinni á æfingu þar sem líkt er eftir því að stór jarðskjálfti hafi orðið við Tuscany á Ítalíu. Björgunarsveitin setti upp búðir sínar á Ásbrú, sem og húsarústir þar sem meðlimir hennar „bjarga“ fólki sem grafist hefur undir í rústunum.
 
Æfingin hófst seinnipart fimmtudags og er gert ráð fyrir að hún standi í 36 tíma og ljúki eftir miðnættið í kvöld.

 
Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson



Fjarskiptamiðstöð var komið upp í tjaldi á svæðinu.



Rústabjörgunarsveit leggur á ráðin áður en farið er inn í hrunið hús.



Á svæðinu var komið upp uppblásnu sjúkratjaldi...



... og öðru með færanlegu eldhúsi.



Rústabjörgunarmenn brjóta sér leið í gegnum vegg til að komast að hinum slasaða.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024