Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Íslendingur í Leifsstöð
Fimmtudagur 17. apríl 2008 kl. 10:11

Íslendingur í Leifsstöð

Víkingingaskipið Íslendingur mun í framtíðinni prýða ganga Leifsstöðvar. Nákvæmu líkandi af skipinu hefur verið komið þar fyrir á sérstöku kynningarsvæði sem ætlað er að höfða til ferðamanna en sem kunnugt er stendur til að opna Víkingaheima á Fitjum á næsta ári. Kynningarsvæði Íslendings í Leifstöð er samstarfsverkni Bláa demantsins, Íslendings hf og Flugstöðvarinnar. Afhjúpun skipsins fór fram í gær.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Líkanið er smíðað af Gunnari Marel, sem einnig smíðaði skipið á Fitjum. Það bíður þess að komast í hús þegar Víkingaheimar opna næsta sumar og verður þungamiðjan í veglegri víkingasýningu sem settt verður þar upp í samvinnu við Smithsonian stofnunina.


Efri mynd: Árni Sigfússon og Gunnar Marel klipptu á borðann.

Neðri mynd: Frá afhjúpun Íslendings í gær. VF-myndir: elg.