Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Íslendingar meirihluti gesta Saltfisksetursins í Grindavík
Þriðjudagur 13. febrúar 2007 kl. 15:18

Íslendingar meirihluti gesta Saltfisksetursins í Grindavík

Íslendingar eru í miklum meirihluta meðal gesta Saltfisksetursins í Grindavík. Gestir þess voru nærri 9000 á síðasta ári en gestafjöldinn hefur verið svipaður öll árin frá því setrið opnaði. Hafa Íslendingar verið allt að 75% gesta en á síðasta ári fjölgaði útlendingum í gestahópnum og er talið að þeir hafi verið um 40% gesta á síðasta ári.

Heimsóknir í Saltfisksetrið byggjast mikið upp á því að tala á móti hópum. Þannig komu um 1600 skólabörn í Saltfisksetrið á síðasta ári en heimsókn í setrið er inni í námsefni margra 11 ára barna.

Að sögn Óskars Sævarssonar, forstöðumanns Saltfisksetursins, hefur verið leitað til menntamálaráðherra og óskað eftir því að ráðuneytið greiði niður ferðakostnað skólabarna í setrið. Rúta kostar á milli 20-30 þúsund krónur frá höfuðbogarsvæðinu og til Grindavíkur. Skólarnir þar setja það fyrir sig á sama tíma og þeir fá fríar strætóferðir á Þjóðminjasafnið. Að sögn Óskars hefur bónleiðin til menntamálaráðherra skilað litlum árangri.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024