Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Íslandsstofa sniðgengur Suðurnes
Fimmtudagur 29. ágúst 2013 kl. 09:40

Íslandsstofa sniðgengur Suðurnes

Íslandsstofa stendur í september fyrir fundum þar sem hagsmunaðilar í ferðaþjónustu koma saman til skrafs og ráðagerða og fjalla um brennandi mál í ferðaþjónustu. Á fundunum ætlar Íslandsstofa kynna áherslur í markaðssetningu erlendis og markaðsverkefnið Ísland- allt árið á komandi vetri og Samtök ferðaþjónustunnar mun fara yfir helstu hagsmunamál greinarinnar. Fundirnir eru öllum opnir, og eru sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á erlendri markaðssetningu og hagsmunamálum ferðaþjónustunnar.

Vakin hefur verið athygli á því að Íslandsstofa ætlar sér ekki að funda á Suðurnesjum þó svo hér sé öflug ferðaþjónusta, rekin markaðsstofa, alþjóðlegur flugvöllur og vinsælasti ferðamannastaður á Íslandi, Bláa lónið, sé á Suðurnesjum. Það að Íslandsstofa sniðgangi Suðurnes sé algjör móðgun við ferðaþjónustuna á Suðurnesjum.

Ríkharður Íbsen, framkvæmdastjóri Bláa demantsins, hefur nýlega verið skipaður í nýja stjórn Íslandsstofu. Víkurfréttir sendu honum fyrirspurn vegna málsins. Hann sagði að ný stjórn Íslandsstofu komi saman í byrjun september. Málið verði tekið upp á þeim fundi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024