Íslandsolíu úthlutað lóð í Helguvík
Nýju olíuinnflutningfyrirtæki, Íslandsolíu, var úthlutað lóð í Helguvík á föstudaginn var. Gert er ráð fyrir að félagið skapi atvinnu fyrir Suðurnesjamenn þegar fram í sækir.En á þessu stigi málsins vilja forráðamenn félagsins ekki tjá sig um hvenær framkvæmdir hefjast í Helguvík eða ,hvernig þeim verður háttað.