Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Íslandshreinsun hófst í Grindavík
Miðvikudagur 25. apríl 2018 kl. 12:08

Íslandshreinsun hófst í Grindavík

Landvernd og Blái herinn hleyptu í dag af stað strandhreinsunarátakinu Hreinsum Ísland við Grunnskóla Grindavíkur í morgun. Nemendur í 6. bekk Grunnskóla Grindavíkur og leikskólanna Lautar og Króks tóku þátt í að hleypa átakinu af stað.

Margrét Hugadóttir frá Landvernd var með kynningu á átakinu ásamt fróðleik um plast og mengun. Leikskólabörnin sungu lag, 6. bekkur sagði frá hreinsun og hreinsunarátaki sem þau hafa tekið þátt í, gerð var núvitundaræfing og 6. bekkur hljóp í stórfiskaleik. Grindavíkurbær mun ásamt öðrum sveitarfélögum á Reykjanesi taka þátt í Norrænni strandhreinsun þann 5. maí næstkomandi.

Public deli
Public deli

Dagana 25. apríl - 6. maí vekja Landvernd og Blái herinn athygli á þeim hættum sem fylgja plastmengun í hafi. Landsmenn eru hvattir til að skipuleggja sínar eigin strandhreinsanir og má skrá sig til leiks á hreinsumisland.is en þar má finna góðar leiðbeiningar um hvernig skipuleggja megi hreinsun á árangursríkan hátt, í sátt við menn og náttúru.

Landvernd vonast til þess að sem flestir leggi hönd á plóg og taki þátt í að minnka plastmengun. Hvetja þau fólk til að nota minna plast, kaupa minna og auka endurvinnslu.
Allir sem skrá sína hreinsun geta fengið hana birta á Íslandskort átaksins.

Hreinsum Ísland