Íslandsferð Clinton í uppnámi
Íslandsferð Bill Clinton, fyrrum Bandaríkjaforseta, er í uppnámi eftir óvænta snjókomu hér á landi í nótt. Clinton var væntanlegur í golfferð til Íslands í dag. Hann átti að hitta fulltrúa Golfsambands Íslands og til stóð að leika hring annað hvort á Hvaleyrinni í Hafnarfirði eða í Leirunni. Clinton ætlaði að koma til landsins á ferð sinni frá Þýskalandi til Bandaríkjanna. Það mun skýrast nánar með morgninum hvort Clinton kemur. „Við vonumst til að hann sjái sér fært að koma þrátt fyrir snjóinn,“ sagði Hörður Guðmundsson hjá GSÍ í samtali við VF.Dóttir Clintons, Chelsea, var hér á landi fyrir nokkrum dögum og er hún á ferð með föður sínum í dag.